143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aftur er ég hjartanlega sammála hæstv. ráðherra. Ég hef alltaf verið á móti því að við metum í kredit- og mínus-kostnaðarreikningum hvort það sé betra að fara í Evrópusambandið eða ekki. Ég byggi skoðun mína á öðru um það efni, sem ég vona að einhverjir muni eftir vegna þess að ég flutti um það nokkrar ræður á síðasta kjörtímabili.

Mig langar í framhaldi af þessu að spyrja vegna þess að ráðherrann endaði ræðu sína áðan á því — ég skildi hann eiginlega ekki — að segja að það ómögulega væri ekki hægt. Mig langar að spyrja hann: Er hann hlynntur því sem hefur verið lagt til hér fyrr í dag og formaður míns flokks lagði til og ég hef í rauninni gengið út frá að væri „foregone conclusion“, ef ég má sletta, (Forseti hringir.) að þegar umræðu er lokið um (Forseti hringir.) þessa skýrslu núna fari hún (Forseti hringir.) til utanríkismálanefndar til þess að kafa dýpra ofan í hana (Forseti hringir.) og að við fáum aðra umræðu um málið eftir að utanríkismálanefnd (Forseti hringir.) hefur gert það?

(Forseti (ÞorS): Forseti fer þess á leit við hv. þingmenn að þeir bíði eftir að kynningu ljúki.)