143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:23]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg opinn fyrir hugmyndum um að utanríkismálanefnd taki skýrsluna til frekari skoðunar. Ef ég hef skilið það rétt er lagt upp með að skýrslan verði hér til einnar umræðu. Ef það er vilji þingsins að ræða málið frekar í utanríkismálanefnd mun ég ekki amast sérstaklega við því. Mér finnst það hins vegar ekki geta komið í veg fyrir, eða að þingið þurfi að bíða endalaust eftir því, að utanríkismálanefnd komist að einhverri niðurstöðu eða komi með einhverjar tillögur, þ.e. þótt skýrslan sé til frekari skoðunar í nefndinni finnst mér að við getum alveg haldið áfram að ræða málið hér eða eftir atvikum taka á dagskrá hugmyndir um það hvernig við stígum næstu skref í þessu máli.

Þetta vildi ég hafa sagt til að svara fyrirspurninni.