143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

tilkynning um skriflegt svar.

[10:31]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er frests til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 572, um gögn um hælisleitanda, frá Valgerði Bjarnadóttur og Merði Árnasyni. Bréf ráðuneytisins er svohljóðandi:

Ráðuneytinu hefur borist skrifleg fyrirspurn til innanríkisráðherra um gögn er varða hælisleitendur. Svars er óskað fyrir 19. febrúar 2014. Þar sem það mál er fyrirspurnin lýtur að er nú í kjölfar kæru lögmanns hælisleitanda á forræði ríkissaksóknara telur ráðherra eðlilegt að fyrirspurninni verði ekki svarað fyrr en niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir.