143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

flóttamenn frá Úkraínu.

[11:03]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég endurtek fyrra svar. Það er sem betur fer ekki skollin á borgarastyrjöld í Úkraínu og vonandi þróast hlutirnir ekki áfram í þá átt. Úkraína er auk þess mjög stórt og fjölbreytilegt land og þó að mjög hörð átök hafi verið milli fylkinga í miðborg Kænugarðs hafa þau átök ekki breitt verulega úr sér í því stóra landi og munu vonandi ekki gera.

En varðandi mat á því hvernig Útlendingastofnun afgreiðir erindi gilda um það ákveðnar reglur sem færi ekki vel á að stjórnmálamenn væru að hlutast til um eftir því sem atburðir verða í heiminum. Ég geri ráð fyrir að stofnunin meti ástandið á hverjum stað og þróunina þar og taki mið af því þegar erindum er svarað.