143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[15:05]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Ef Samfylkingin hefur svona rangt fyrir sér, eins og hv. þingmaður telur okkur hafa og rekur hér, er þá ekki bara allt í lagi að sanna að við höfum rangt fyrir okkur varðandi aðild að Evrópusambandinu? (Gripið fram í.) Getur hv. þingmaður ekki farið í það, sannað það með því að koma hér með samning og tryggja að þjóðin geti þá tekið ákvörðun um, ja, hvað skal við segja, þau rangindi Samfylkingarinnar að það sé hugsanlega ágætt að við séum þarna fullgildir aðilar en ekki bara að „teika“ strætóinn, eins og við gerum í gegnum EES-samninginn? Ég mundi halda að hv. þingmaður ætti þá núna að taka þátt í því að sýna fram á að við höfum rangt fyrir okkur.

Meðan það er ekki gert er eðlilegt að fólk telji menn óttast að þjóðin muni taka einhverja aðra afstöðu en núverandi ríkisstjórn.