143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:57]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekkert sagt um framhaldið. Það eru margir og verulegir óvissuþættir í þessu og ég teldi affarasælast að halda samningaviðræðum áfram með góðum vilja og með samningsmarkmið sem standa undir því sem við teljum þjóðinni til hagsældar og velferðar, þar á meðal sérstaklega í sjávarútvegi. Ég er þjóðernissinnaðri en Evrópa og vil varðveita íslenskan sjávarútveg en evrópskur sjávarútvegur hefur selt sitt allt til Íslands.

Í ræðu minni komst ég ekki að gjaldsmiðilsmálinu sem er kannski mitt hjartans mál. Ég get ekki svarað spurningunni nánar en hv. þingmaður fer kannski nokkuð nærri um skoðun mína. (Gripið fram í.)

Ég hef lokið máli mínu.