143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

stjórnartillaga um slit aðildarviðræðna við ESB.

[15:41]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er beinlínis sorglegt að verða vitni að málflutningi minni hlutans í þinginu. Sú sem hér stendur lagði fram breytingartillögu sem var felld, þann 24. maí 2012, sem sneri að því að spyrja þjóðina samhliða kosningu til stjórnlagaráðs hvort það ætti að halda áfram viðræðum eða ekki.

Virðulegi forseti. Eftirfarandi hv. þingmenn sögðu nei við þessari tillögu og felldu hana: Árni Þór Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, (Gripið fram í.) Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Róbert Marshall, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (Gripið fram í.)Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson. Fjarvist höfðu hv. þm. Árni Páll Árnason og Oddný G. Harðardóttir.

Virðulegi forseti. ESB-stefnan var kosin burt í síðustu alþingiskosningum, þannig er staðan, ný staða. Nú hrópa þessir aðilar hæst (Forseti hringir.) eftir því að fá að koma að því að segja álit sitt á þessu. (Gripið fram í.) Þetta er hráskinnaleikur, forseti.