143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

stjórnartillaga um slit aðildarviðræðna við ESB.

[15:55]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að hv. þingmenn séu ósammála ákvörðunum hans. Þær byggjast á mati forseta á hverjum tíma. Forseti hefur gert grein fyrir því með efnislegum hætti hvers vegna hann kaus að dreifa þessu þingskjali strax á föstudagseftirmiðdegi. Það var ekki síst í ljósi þess sem gerðist varðandi dreifingu á skýrslunni á sínum tíma, Hagfræðistofnunarskýrslunni, og þess vegna varð það niðurstaða forseta að gera þetta á þennan hátt.