143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim hv. þingmönnum sem töluðu á undan mér. Það er afar mikilvægt áður en umræðan um skýrsluna hefst að nýju að það sé alveg ljóst hver meðferðin verður með þessa ágætu skýrslu sem átti að vera grundvallarplagg fyrir ákvörðun um hvernig ætti að fara með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Við þurfum að fá að vita hvort skýrslan fær ekki góða þinglega meðferð í þingsal og eins í þingnefndum og að til dæmis verði ekki atkvæðagreiðsla um tillögu hæstv. utanríkisráðherra um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrr en skýrslan er komin til baka frá hv. utanríkismálanefnd.

Ég óska eftir því að hæstv. forseti staðfesti að þetta (Forseti hringir.) sé réttur skilningur og að svona verði haldið á málum.