143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Eg óska eftir því að fá upplýsingar um það hve lengi standi til að ræða þessa skýrslu hér í kvöld og óska eftir því að haldinn verði stuttur fundur með þingflokksformönnum þar sem dagskráin verður rædd. Mikið hefur verið rætt um að hafa þetta fjölskylduvænan vinnustað, það var gert á síðasta þingi, það hefur kannski farið minna fyrir því á þessu þingi. Ég er með veikan dreng heima hjá mér og var að tala við hann og hann spurði: Mamma, hvenær kemur þú heim?

Ég óska því eftir því að fá að vita hvað við verðum lengi hér í kvöld. Það er alveg sjálfsögð krafa. Ef ekki er hægt að upplýsa um það hér í þingsal krefst ég þess að þingflokksformenn hittist tafarlaust og fari yfir þau mál.