143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:57]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þau orð sem ég hafði yfir á Sprengisandi lýstu sér ágætlega í ræðu hv. þingmanns sem nánast í engu vék að efnisatriðum skýrslunnar heldur talaði um allt aðra hluti. Ég hvet hv. þingmann til að kynna sér betur vef utanríkisráðuneytisins og ég skal með glöðu geði fara í gegnum vefinn með þingmanninum til að hún finni þær upplýsingar sem þar eru.

Mig langar hins vegar að spyrja hv. þingmann: Er þingmaðurinn sammála því sem þáverandi formaður Vinstri grænna sagði hér í þessum ræðustól fyrir hönd Vinstri grænna í atkvæðaskýringu í júlí 2010, að á hverju stigi málsins sem væri áskildu Vinstri grænir sér rétt til að leggja til að samningaviðræðum yrði hætt og það ætti Alþingi líka að gera? Þetta eru orð sem formaður flokksins á þeim tíma lét falla sem fulltrúi Vinstri grænna í þessum ræðustól. Hann talaði fyrir hönd þingflokksins í atkvæðaskýringu. Er þingmaðurinn sammála því að þetta eigi að vera með þessum hætti og Vinstri grænir hefðu kannski átt að nýta sér það að draga til baka þessa umsókn á einhverjum tíma?