143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:29]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég held að ræðumaðurinn hv. þm. Pétur H. Blöndal hafi sagt það fyrr í umræðum að hann hafi tekið eftir því að þeir sem voru með aðildarumsókn séu með núna og þeir sem voru á móti séu á móti núna. Það má til sanns vegar færa að miðað við ræðu hv. þingmanns hefur skoðun hans ekki breyst. Ég á þó erfitt með að trúa því vegna þess að hv. þingmaður er yfirleitt mjög málefnalegur. Mér finnst eins og hann hafi hugsanlega ekki lesið þessa skýrslu. Hvar kemur fram í skýrslunni að Evrópusambandið stefni óðfluga að ríkjasambandi og við gætum því, eins og þingmaðurinn segir, alveg eins gengið í Bandaríkin?