143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:38]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er aðalsmerki góðs stjórnmálamanns að hafa sterka sannfæringu og standa við hana. Þetta voru orð hv. þm. Péturs H. Blöndals. Hvað finnst honum þá um sannfæringu formanns Sjálfstæðisflokksins? Sá ágæti stjórnmálaleiðtogi lofaði stórum hluta af sínum flokki að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna, hann gerði það fyrir kosningar og eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur lofaði sömuleiðis í kynningarefni á heimasíðu þangað til fyrir örfáum dögum að það yrði á kjörtímabilinu.

Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk lengra, hann gaf það skýrt til kynna að hann teldi að það ætti að vera á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það sagði hann fyrir kosningarnar en hann sagði líka það líka eftir kosningarnar.

Hvað finnst hv. þingmanni um það þegar stjórnmálaleiðtogi gefur með þessum hætti loforð og svíkur það?