143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Fyrir kosningar veit maður ekki hvernig kosningarnar fara. Þær fóru þannig að þeir tveir flokkar sem fengu meiri hluta eru báðir eindregið á móti aðild að Evrópusambandinu. Við þá stöðu breytist þetta loforð vegna þess að það hefur ekkert innihald að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um að ganga í Evrópusambandið þegar báðir stjórnmálaflokkarnir sem eru í ríkisstjórn eru á móti því.

Ég er viss um að daginn eftir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla hefði átt sér stað — og segjum að þjóðin segði já við að halda áfram viðræðum — kæmu upp efasemdir um að þeir sem stunduðu viðræðurnar væru nógu heilir í að ná þeim fram.

Kosningar geta breytt forsendum sem menn hafa og þessar kosningar gerðu það.