143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[20:52]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mig langar aðeins til að forvitnast af því að mikið hefur verið rætt um síðasta kjörtímabil og þjóðaratkvæðagreiðslur. Í rauninni eru þau rök sett fram í dag, þ.e. sú ákvörðun að bera það ekki undir þjóðina núna hvort við eigum að halda áfram eða ekki er réttlætt með því að síðasta ríkisstjórn hafi ekki spurt þjóðina hvort ætti yfir höfuð að fara út í þann leiðangur.

Þá spyr ég: Voru það mistök að spyrja ekki þjóðina eða leit Samfylkingin á þann kosningasigur sem hún hlaut sem staðfestingu fyrir því að aðild væri vilji þjóðarinnar? Vegna þess að það lá alltaf ljóst fyrir að Samfylkingin stefndi á ESB-aðild og fékk mjög góða kosningu. Horft til baka má velta því upp hvort það hefði í rauninni (Forseti hringir.) verið gáfulegt að bera það undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.