143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[20:57]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef ég heyrði rétt fullyrti hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir að alltaf væri samið um erfiðustu hlutana síðast. Það eru nú einhver nýmæli, held ég, að venjulega sé samið um erfiðustu atriðin síðast, allra síst þegar þau atriði munu ráða úrslitum um hvort þjóðin samþykkir samninginn eða ekki.

Ég vil líka fá að vita, af því að hv. þingmaður fjallaði um að búið væri að semja um önnur atriði, ef ég skildi hana rétt: Um hvaða atriði var samið? Er búið að semja um eitthvað? Var þetta ekki bara einhvers konar aðlögun? Er búið að semja um eitthvað eða fór það fram hjá mér? Ég vil vita hvort búið sé að semja um eitthvað í þessum viðræðum.