143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[20:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski tæknilegt, en búið er að loka einhverjum köflum og það að köflum sé lokað þýðir að viðræðum er lokið. Hins vegar er það alltaf þannig, skilst mér, í öllum samningum — og ég tók eftir því þegar ég var að vinna við þessi mál að þá var það sérstaklega tekið fram að ekkert er samþykkt fyrr en allt er samþykkt. Þú þarft að samþykkja allt og þá geturðu kippt til baka einhverju öðru sem þú varst hugsanlega búinn að samþykkja. Það er enginn endanlegur samningur fyrr en allt er komið.

Já, virðulegi forseti, það er mín reynsla, hv. þingmaður getur haft aðra reynslu, að í samningum eru það gjarnan erfiðustu hlutirnir sem komist er að samkomulagi um síðast. En það getur vel verið að hv. þingmaður sé meiri galdramaður en ég.