143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:08]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur fyrir afar athyglisverða og snjalla ræðu sem var gaman að hlusta á. Það var ýmislegt í þessari ræðu sem vakti athygli mína sem ég ætla að fara yfir. Ég held að staðreyndin sé sú að hv. þingmaður er hlynntur aðild. Það háttar svo til að ég tel hagsmunum okkar þjóðar betur borgið utan sambandsins. Hv. þingmaður tók samlíkingu um fasteignakaup. Mig langar aðeins að taka þá samlíkingu og þá umræðu lengra. Hvernig liti það út ef við færum tvö saman að kaupa okkur fasteign? Hvernig mundum við bera okkur að í því?

Ég held ég neyðist til að halda þessu áfram í seinna andsvari.