143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:10]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég hræðist það þegar hugað er að því hvenær fasteignakauptilboð verður skuldbindandi. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé ágætt, miðað við þessa samlíkingu, að hugsa þetta þannig að þegar við fórum af stað spurðum við ekki þjóðina að neinu og það var engin sannfæring á bak við, að minnsta kosti kláruðum við ekki ferlið. Er ekki bara ágætisleið að draga umsókn til baka, núllstilla dæmið og fara þá í þetta af krafti að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu og klára dæmið af einhverri sannfæringu?