143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:25]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hefði svo sem getað fallið frá máli mínu vegna þess að ég ætlaði að spyrja um hvað við ættum að vera hérna lengi. Nú er það komið í ljós að það er til 12. (Gripið fram í: Spurðu þá um eitthvað annað.) Þá er spurning hvort ég spyrji um eitthvað annað.

Virðulegi forseti. Þetta er ekki gamanmál. Við eigum sem sagt að vera hér til 12 og þá verðum við hér til 12.