143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:33]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þá ósk hv. þm. Kristjáns L. Möllers að hlé verði gert á þingfundi á meðan beðið er eftir hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra.

Það er algjörlega óásættanlegt að ekki sé hægt að ná í formann annars stjórnarflokksins þegar svo mikilvægt og stórt mál er til umræðu í þinginu og hv. stjórnarþingmenn búnir að óska eftir því að hér verði kvöldfundur til að ræða þetta mikilvæga mál. Það er ekki ásættanlegt að hér verði hunsuð sú réttláta krafa að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra sé viðstaddur og svari þeim spurningum sem brenna á hv. þingmönnum. Ég óska eins og hv. þingmenn eftir því að hlé verði gert á þingfundi þar til hæstv. ráðherra kemur í hús.