143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:50]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að halda í þá von að efnislegri umræðu sé ekki lokið. Mig langaði að spyrja hv. þingmann — hann veit meira en ég og margir aðrir um bæði ESB og þá tvo stóru kafla sem fólk er kannski mest efins um varðandi Evrópusambandið og aðild Íslands að því — út í landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Mig langar að spyrja sérstaklega út í sjávarútvegsmál en hef ekki mikinn tíma til spurninga í þessari umræðu. En hvað er það að mati hv. þingmanns sem Ísland þyrfti að ná fram í viðræðum við Evrópusambandið til að viðunandi samningur næðist um sjávarútvegsmál sem þjóðin gæti sætt sig við og samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu?