143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:54]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við vitum að sjávarútvegskaflinn komst ekki lengra og fyrir því eru aðallega tvær ástæður. Annars vegar var Evrópusambandið að endurskoða sjávarútvegsstefnu sína og hitt atriðið er makríldeilan. Það hefur komið fram á fjölmörgum stöðum hjá fyrrverandi hæstv. utanríkisráðherra hve makríldeilan spilaði stóra rullu í þessu samningaferli plús erfiðleikar í Suður-Evrópu sem urðu vegna þess að ríkisstjórnir þar fóru illa með fjárhag landa sinna og annað slíkt.

Ef ég ætti að nefna eitthvert eitt atriði varðandi landbúnaðarkaflann — þegar ég nefni sjávarútvegskaflann, endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar og makríl — þá veit ég að sá maður mun hlæja mjög í kvöld, í þessum töluðu orðum, ef ég nefni það sem ég held að hafi verið aðalvandamálið með landbúnaðarkaflann en það var fyrrverandi hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason.