143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:14]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta er alveg ótrúleg umræða sem hér fer af stað. Ég var ekki að kenna neinum öðrum um. Málið er það að hér kom hv. þm. Kristján Möller og sakaði þingmenn stjórnarflokkanna, þingmann eða þingmenn, um að leka þessari skýrslu. Það liggur ekkert fyrir um hver lak skýrslunni. Nú snúið þið málinu við þannig að það sé ég sem sé að saka einhverja embættismenn um að leka skýrslunni. Það er fjarri lagi. Það eina sem ég gerði í ræðu minni var að ég benti á að það væri ekkert sjálfgefið að þetta kæmi frá þingmönnum stjórnarflokkanna, sem hv. þm. Kristján Möller sakaði um að leka skýrslunni.