143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég treysti prenturum landsins mjög vel en þingmenn og allt fólk sem segir hluti eins og þetta, að það sé ekki sjálfgefið að þingmenn hafi lekið skýrslunni — þá er verið að benda á að einhver annar hafi gert það. Það er mannamál. Þá er ekki óeðlilegt að spurt sé við hvern er átt. Við erum alveg sammála um það, það eru ekki prentarar. Bílstjórarnir sem keyrðu skýrsluna hingað? Við hvern er átt? Það verður að svara þessu. Það er ekki hægt að standa í ræðustól Alþingis og segja: Ekki þeir sem fengu skýrsluna í hendur heldur einhverjir aðrir. Hverjir? Þeir sem sömdu hana? Hv. þm. Karl Garðarsson, það verður að svara þessu.