143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:24]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er alla vega ljóst að ekki er hægt að saka prentara um þetta lekamál og næsta víst að fyrst Heimssýn á góðan aðgang að þingflokksfundum Framsóknarflokksins þá hafi þetta bara verið sent í tölvupósti, óvart eða eitthvað og þannig ratað í ákveðna fjölmiðla. Það væri bara ágætt að fólk mundi viðurkenna að einhver þingmaður Framsóknarflokksins hefði áframsent þetta. Er það ekki langheiðarlegast fyrst við erum inni á heiðarleikanum?

Mér finnst aftur á móti mjög alvarlegt, og vildi vekja athygli á því, það sem hefur gerst hér í tengslum við Möltu. Mér finnst einhvern veginn að við þurfum að biðjast afsökunar á þessu. Ég skora á hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur að gera það. Þetta er neyðarlegt.