143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:21]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Fyrrverandi hæstv. utanríkisráðherra setti einmitt mikinn svip á þingstörfin á síðasta kjörtímabili út af því að hann var einna duglegastur af ráðherrunum að vera virkur þátttakandi í umræðum á þingi og var yfirleitt mjög vel inni í málunum. Því hlýt ég að velta því fyrir mér hvort hæstv. utanríkisráðherra sé ekki nægilega vel að sér í þeirri skýrslu sem hann afhenti þinginu og ég verð líka að spyrja hvort hv. þingmenn stjórnarinnar treysti sér ekki til að fjalla um skýrsluna af því að þeir hafi hreinlega ekki kynnt sér hana nógu vel. Mig langar að heyra alvöruumræðu og ég meina það. Mig langar að heyra alvöruumræðu um þessa skýrslu því að þannig dýpka ég líka mína þekkingu, þannig erum við sterkara þing með því að deila þekkingu okkar, reynslu og jafnvel von.