143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:33]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil koma hingað upp til að hvetja forseta til að binda enda á þessa samkomu sem er orðin frekar lotleg og þreytuleg; svo mjög að hæstv. utanríkisráðherra megnar ekki lengur að taka þátt í umræðum. Þegar svo er komið og svo dregið af fólki er tilgangslaust að halda mikið lengur áfram. Kannski eðlilegt að þeir sem hafa í hjarta sínu mannúð og mildi bindi þá enda á þjáningar þeirra sem enn eru í húsinu.