143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

úrskurður forseta um stjórnartillögu.

[13:52]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti bregst vel við því að haldinn verði forsætisnefndarfundur síðar í dag, t.d. í kvöldverðarhléi, en að öðru leyti vill forseti segja að það er regla að úrskurður sé kveðinn upp af forseta á forsetastóli við erindum af þessu tagi. Það var mat forseta að það væri eðlilegt og skynsamlegt og undir það hefur mér heyrst menn taka hér í umræðunni, að kveða upp þennan úrskurð jafn skjótt og hann var tilbúinn og hann var tilbúinn áður en þessi þingfundur hófst.