143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

úrskurður forseta um stjórnartillögu.

[14:07]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Í fyrra skiptið tókst mér ekki að fjalla um það sem hefur orðið hér að umtalsefni en það er hin dæmalausa yfirlýsing í athugasemdum með þingsályktunartillögunni, að höfundar þingsályktunartillögunnar hafi tekið að sér að túlka atkvæði þingmanna á seinasta kjörtímabili eins og töflurnar tvær séu ekki nákvæmlega til þess. Það eru þrír takkar, þetta getur ekki verið einfaldara, þingmenn ýta á takkana eftir sinni sannfæringu. Það er ekki í verkahring neins nema þessara tveggja taflna og þeirra sem kunna að telja að túlka þá niðurstöðu. Það að athugasemdir segi eitthvað annað er í skásta falli mjög sár móðgun og algjörlega til skammar.