143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

umræður um dagskrármál fundarins.

[14:49]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það er skammt tíðinda á milli. Nú ber hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra af sér alla ábyrgð á þessari greinargerð. Það er skiljanlegt. Það á að skilja utanríkisráðherra eftir einan í skammarkróknum, (Gripið fram í.) að hann beri ábyrgð á þeim óskapnaði sem þarna er fram borinn. Það er nú kannski ekki stórmannlegt úr því hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra er búinn að láta draga sig út í þetta díki að ætla að reyna að bjarga sér í land á hryggnum á hæstv. utanríkisráðherra.

Ég tek undir óskir um að forsætisnefnd komi saman og afgreiði og fari yfir þau erindi sem henni hafa nú borist, frekar tvö en eitt. Ég tel að við ættum að gera það strax að aflokinni sérstakri umræðu og gera hlé á fundinum þannig að við hefjum ekki aftur umræður um Evrópumál fyrr en forsætisnefnd hefur komið saman og farið yfir þessa stöðu.

Það er öllum að verða ljóst, held ég, að hér er um grafalvarlega hluti að ræða. Hæstv. utanríkisráðherra á þann kost, að minnsta kosti hvað mig varðar, að kalla tillöguna í núverandi mynd einfaldlega til baka og breyta greinargerðinni, prenta skjalið upp og leggja hana (Forseti hringir.) fram án þessara (Forseti hringir.) ávirðinga. (Forseti hringir.) Geri hann það ekki, herra forseti, (Forseti hringir.) ætli hann að standa við ávirðingarnar, (Forseti hringir.) þá skal hann koma með gögnin (Forseti hringir.) og leiða fram vitnin(Forseti hringir.) og sýna okkur hvaða (Forseti hringir.) innstæður eru fyrir þessum svívirðilegu (Forseti hringir.) ásökunum, sem hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra ber líka (Forseti hringir.) ábyrgð á, af því hann er stuðningsmaður þess að tillagan komi fram.