143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

umræður um dagskrármál fundarins.

[14:59]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Komið hefur fram að þingmenn lesa ekki oft fylgigögn eða fylgiskjöl og greinargerðir sem fylgja frumvörpum. Eins og kom fram hafði forseti þingsins ekki lesið þessa greinargerð og því kom honum innihald hennar væntanlega nokkuð á óvart þegar verið var að rýna í hana á fundi forsætisnefndar.

Mig langar því að spyrja þá þingmenn stjórnarinnar sem hér eru í fyllstu einlægni hvort þeir hafi lesið þetta og hvort þeir séu sáttir við það sem er lagt hér fram í þeirra nafni þar eð þeir eru aðilar að þessari ríkisstjórn.