143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:34]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég rakti í ræðu minni biðlaði ég í raun til margra góðra þingmanna sem eru í stjórnarmeirihluta, sem ég þekki af góðu og hef átt gott samstarf við í nefndum þingsins. Það er skynsamt fólk í öllum flokkum og ég vona að það búi við það frelsi í flokkum sínum að fá að taka sjálfstæðar ákvarðanir og að það geti hreinlega fylgt sannfæringu sinni. Ég vona að því sé þannig farið í öllum flokkum og það sé ekki einhver lúxus sem við búum við í Bjartri framtíð.