143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:07]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka svörin. Samanburðurinn við Sviss var áhugaverður. Sviss er væntanlega í allt annarri stöðu en við þar sem þeir þurfa ekki sífellt að fella gengi sitt til að vera samanburðarhæfir og geta verið í samvinnu við aðrar þjóðir, af því þeir eru svo sterkir á velli.

Skil ég þingmanninn rétt að hún telji að þetta geti haldið svona áfram um X langa tíð eða alla vega þau þrjú ár sem þessi ríkisstjórn á að eiga eftir, eða hvað sér hún fyrir sér með þetta hlé? Getum við sætt okkur við að vera í eilífu hléi eins og Sviss?