143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir mjög góða spurningu. Ég sé ekkert að því að við tökum okkur hlé frá viðræðunum, enda höfum við gert það, og enginn hefur gert athugasemd við það af hálfu sambandsins, því það er svo óskynsamlegt í svo mörgu að setja öll eggin í sömu körfu. Af hverju að loka dyrum sem við þurfum ekki að loka? En við getum vegna pólitískra aðstæðna tekið okkur hlé. Ég held að við þurfum að fara að ræða einmitt það sem hv. þm. Brynhildur Pétursdóttir kom inn á í gær hvaða afleiðingar það kynni að hafa fyrir stöðu Íslands innan EES og slíkt ef þessi endemis tillaga nær fram að ganga.