143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:20]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur fyrir mjög svo innblásna ræðu og fróðlega um margt. Ég skal alveg játa það að mér fannst hún ekkert sérlega hjartnæm og ég ætla ekki að taka það neitt persónulega. En ég vil samt sem áður fá útskýringar á því hvað það þýðir þegar hún beinir orðum sínum að nýjum þingmönnum sérstaklega og talar um öfgar, klíkuhátt og helmingaskipti. Ég kannast bara ekkert við um hvað hún er að tala í þessu samhengi sem við erum að ræða sem er þessi fína skýrsla.