143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:21]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Helmingaskipti eru mjög þekkt hugtak úr íslenskri pólitík og það vita allir hvað átt er við með því. Það er með hvaða hætti Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa skipt með sér auði og völdum í þessu landi.

Skýrslan er vart hér til umræðu því að ríkisstjórnin ákvað, með liðsstyrk sinna þingmanna, að koma fram með þingsályktunartillögu, þvert á það sem boðað hafði verið með skýrslugerðinni. Þá var það skýrslan og það efni sem í henni væri sem ætti eftir umræður að móta næstu skref varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Skýrslan er varla komin hér inn í þingið. Hún hefur ekki fengið eðlilega þinglega meðferð þegar búið er að skrifa þingsályktunartillögu sem tekur afstöðu sem gengur mun lengra en boðað var í kosningum. Vinnubrögð sem þessi eiga ekkert skylt við lýðræði heldur öfgar.