143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:22]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég veit ekki hvernig ég á að túlka þetta svar, ég skal alveg viðurkenna það. Ég kannast ekkert við þetta og er bara að fara í gegnum þessa skýrslu af samviskusemi og reyna finna það í hjarta mínu um hvað þessi mál snúast og hvernig við tökum ákvörðun. Í ljósi umræðunnar í dag hlýtur það bara að vera svo, en látum svo vera.

Ég ætla að spyrja hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur út í skýrsluna. Það kemur fram að landsframleiðsla á mann hefur verið meiri hér á Íslandi frá 1995 en í Evrópusambandinu hvert ár öll árin. Hvað er það sem er svona eftirsóknarvert efnahagslega við Evrópusambandið?