143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:16]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vildi inna hæstv. forseta eftir viðbrögðum við því erindi sem ég sendi hingað í morgun og er forsætisnefnd búin að funda. Ég lagði fram ítarlegar athugasemdir við málatilbúnað utanríkisráðherra og tillöguflutning hans jafnt ummæli í greinargerð sem og efnislega ágalla á tillögunni sjálfri. Ég færði fram athugasemdir prófessora við tvo háskóla í því samhengi og óskaði eftir umfjöllun þar um. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að fá að heyra áður en lengra er haldið hver niðurstaða forsætisnefndar og forseta er í því efni.