143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:40]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Já, ég vil ítreka fyrri orð. En ég velti fyrir mér: Ef þessi þingsályktunartillaga yrði samþykkt þá væri Alþingi væntanlega búið að ákveða hvað aðrir þingmenn töldu og hugsuðu á seinasta þingi. Hvað gerist ef á næsta þingi kæmi enn önnur þingsályktunartillaga þar sem sagt væri: Þessi þingsályktunartillaga getur ekki hafa þýtt það, þ.e. að þeir þingmenn sem hér sitja hljóti að hafa meint eitthvað allt annað.

Það er fáránlegt að hafa þetta svona í greinargerð. Það er fáránlegt að hafa í þingsályktunartillögu tilætlan um það hvað annað fólk hugsi þegar það greiðir atkvæði. Til þess eru þessar töflur, virðulegi forseti, til þess eru þessi takkar, til þess teljum við, til þess eru aðstoðarmenn við að telja. Þetta er ekki flókið. Þetta er hneisa.