143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:10]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Árna Páli Árnasyni fyrir fyrirspurn hann varðandi gjaldmiðilinn. Vissulega eru þessir tveir valkostir taldir vænlegastir í téðri skýrslu Seðlabankans og þeir lagðir að jöfnu. Það eru vissulega höft og eins slæm og þau eru fyrir atvinnulífið hefur okkur tekist innan hafta, ef við horfum á jákvæðu hliðarnar, að ná niður verðbólgu og gengi krónunnar hefur styrkst og það er stöðugt og það verður stöðugt út þetta ár, en til lengri tíma þurfum við að horfa til lausna.

Ég lít ekki svo á að með því að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka séum við að loka á að horfa á lausnir til framtíðar, engan veginn.