143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:40]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að taka undir orð þeirra sem hér stigu áður í pontu og þakka hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir ræðuna og viðleitnina og hugrekkið.

Mig langaði að spyrja hv. þingmann — vegna þess að hér erum við nú með tvær þingsályktunartillögur, eina frá Pírötum, Bjartri framtíð og Samfylkingu, sem varðar þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningum, sem mundi þá gefa okkur þrjá mánuði til að ræða málið efnislega á meðal þjóðarinnar; þjóðin mundi þá skynja nauðsyn þess að ræða það efnislega — hvort hún telji slíkan tíma hæfilegan fyrir umræðu um slíka skýrslu sem við ræðum hér eða málefnið í heild.