143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:27]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég held að það sé okkur þingmönnum til sóma og þinginu öllu að við ljúkum umræðum í kvöld. Það hafa mörg orð fallið sem menn hafa þó sýnt þann manndóm í sér að draga til baka, þótt í stuttu máli hafi verið gerð grein fyrir því.

Ég vil undirstrika það að menn geta ekki leyft sér, hvort sem þeir heita hæstv. ráðherrar eða hv. þingmenn, að haga sér eins og pörupiltar. Ég segi pörupiltar. Það er ekki þinginu til sóma eða okkur sem störfum hér að menn fari þannig með vald sitt. En menn eru menn að meiri ef þeir geta beðist afsökunar þótt þeir megi kannski leggja svolítið meiri auðmýkt í þá afsökunarbeiðni. Virðing þingsins er í veði, hún hefur ekki verið upp á marga fiska og þessi umræða bætir það ekki svo ég legg til að við förum heim og ljúkum umræðum í kvöld.