143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:33]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þar sem tónninn var um — þar til hv. þm. Brynjar Níelsson talaði — að ljúka þessum fundi í kvöld þá bað ég um orðið, því að ef svo er — ég er nefnilega næstur á mælendaskrá þegar við förum að ræða skýrsluna þannig að ég fæ ekki tækifæri þá, því ætla ég að nýta tækifærið núna til að lesa upp dagskrártillögu til þingforseta:

„Ég undirritaður geri það að tillögu minni í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga að fyrstu mál á dagskrá næsta fundar verði eftirfarandi þingmál:

1. Störf þingsins.

2. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, 344. mál, þingsályktunartillaga frá Jóni Þór Ólafssyni. Fyrri umræða.

Ég óska eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.“

Ég ætla að afhenda þingforseta hana, og bið hann um að verða við tilmælum mínum.