143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:59]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég nefndi í fyrra andsvari líta stjórnarflokkarnir á þann hátt á sína pólitísku tilveru að þeir hafi fengið umboð í þessum kosningum, það er þetta fulltrúalýðræði og ekkert meira en það. Þjóðin má kjósa á fjögurra ára fresti og svo hafa þeir fullt umboð til að beita öllu því valdi og öllum þeim heimildum sem þeim hefur verið falið með þeim kosningum.

Þeir segja: Nei, það er ómöguleiki, við treystum okkur ekki til að fara að vilja þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað þetta varðar, ef þjóðin segist vilja fara í þá vegferð. Og þjóðin segir það, við viljum klára aðildarviðræðurnar, við viljum halda þeim áfram og klára þær. Þetta lýsir gamaldags hugsunarhætti fulltrúalýðræðisins, það er ekki svigrúm fyrir beint lýðræði.