143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:02]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil endurtaka þá bón mína síðan áðan að fundi verði slitið. Hún var mikil óánægja minni hlutans með dagskrá þingsins í gær og þá varð forseti við því en setti síðan þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar aftur á dagskrá í dag. Þetta er tillaga sem er með brigslyrðum sem hæstv. ráðherra hefur sjálfur viðurkennt að sé kannski ástæða til að skoða, þótt við höfum líka gagnrýnt þá fundarstjórn forseta að hafa hleypt málinu á dagskrá í þessum umbúnaði. Ég held að í ljósi þess hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á málum varðandi þessa skýrslu og síðan varðandi þingsályktunartillöguna og umkvartanir okkar hér sé eðlilegt að ljúka þessum fundi að svo stöddu.