143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

dráttur á svari við fyrirspurn.

[15:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég tel mjög brýnt að þeim liðum fyrirspurnarinnar sem hægt er að svara sé svarað. Það kom fram á fundi forsætisnefndar að í fyrirspurninni eru ákveðnir liðir sem mjög auðvelt er að svara og það mun ekkert skarast við þessa rannsókn. Ég tel eðlilegt að hv. þingmanni sé svarað.

Nú veit ég að það átti að vera fundur í þingskapanefnd í hádeginu og ég mundi gjarnan vilja fá að vita hvort eftirlitshlutverk þingsins sé ekki örugglega þar til umræðu. Það er liður í eftirlitshlutverki Alþingis að koma með fyrirspurnir til ráðuneytanna. Hvernig ætlum við að bregðast við ef við fáum ekki svör sem við teljum að við eigum rétt á að fá?