143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

dráttur á svari við fyrirspurn.

[15:09]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hlýt að lýsa vonbrigðum mínum með það að forsætisnefnd telji þetta eðlilegt. Ég er eiginlega í hálfgerðum vandræðum. Mig langar til að leita ráða hjá forseta Alþingis, náttúrlega fyrst og fremst vegna þess að hann er höfuð okkar í þessu húsi og í annan stað vegna þess að nú vill svo til að hæstv. forseti er mjög þingreyndur maður. Getur hann sagt mér, sem er ekki jafn lífsreynd hér í þinginu, hvað ég á að gera? Getur forseti leiðbeint mér um það hvernig ég get fengið svör við þeim spurningum sem varða ekki lögreglurannsóknina? Ég er bara hálfklökk, virðulegi forseti.