143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[15:15]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sú tillaga sem hér lagt til að verði tekin fyrst á dagskrá er undir tímapressu, hún er bundin tímafresti. Þess vegna er sú krafa að hún verði tekin fyrst á dagskrá fullkomlega eðlileg. Það hlýtur eiginlega ekki að vera annað hægt fyrir þingið, til að geta tekið tillöguna til efnislegrar meðferðar, en að við föllumst á að taka hana til umræðu þannig að við getum í raun og veru rætt hana. Annars er hættan sú hreinlega að tillagan renni út á tíma. Að sjálfsögðu styðjum við þessa dagskrártillögu, að umrædd tillaga fari fremst á dagskrá, það eru augljós rök fyrir því.