143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[15:37]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er hárrétt hjá hæstv. fjármálaráðherra, formanni Sjálfstæðisflokksins, að minni hlutinn ræður ekki dagskránni. En hérna er komin dagskrártillaga og þá er tækifæri fyrir alla þingmenn sem eru hér í dag, ég held við séum ekki 63 en ef við værum öll hér væri þetta kærkomið tækifæri fyrir 63 þingmenn til að sýna hug sinn til þess að efna þau loforð sem allir stjórnmálaflokkar hafa lofað um að viðræður, samningur eða viðræður um aðild að Evrópusambandinu færu í þjóðaratkvæði. Hvert okkar hefur eitt atkvæði. Nú er að sjá hverjir treysta þjóðinni, hverjir vilja efna þau loforð sem við öll — allir stjórnmálaflokkar — höfum gefið um að einhvern tímann í ferlinu yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mikla mál. Ég (Forseti hringir.) skora á alla þingmenn að (Forseti hringir.) greiða atkvæði um þessa litlu (Forseti hringir.) dagskrártillögu, virðulegi forseti, samkvæmt sannfæringu sinni.